Petit Délice Rosé IGP Mediterranee (2021)

3.450 kr
Fjöldi

Sumarlegt rósavín

Hér er á ferðinni ungt, brakandi ferskt og ljúffengt rósavín sem hentar við öll tækifæri. Vínið á uppruna sinn á vínekrunum í nágrenni við Saint Tropez við Miðjarðarhafið. Ilmurinn er ferskur og einkennist af litlum rauðum ávöxtum. Vínið er unnið úr Grenache, Syrah og Rolle þrúgum sem er handtíndar á kvöldin, en kvöldsvalin gefur aukinn ferskleika í vínið. Í rósavíni eru þrúgurnar látnar gerjast með hýðinu sem myndar bragðefni, litarefni og tannínsýru líkt og í rauðvíni. Þó er þessi gerjun töluvert styttri en í rauðvíni sem gefur rósavíni þennan ljósrauða, nánast bleika lit. Best er að drekka rósavínið kælt eða u.þ.b. 10-12°C. Petit Délice hentar einstaklega vel sem fordrykkur, með Miðjarðarhafssalötum, asískum sem og krydduðum réttum.

Framleiðandinn

Les Maitres Vignerons de Saint Tropez framleiðir nokkur af bestu rósavínum Suður-Frakklands. Les Maitres Vignerons de Saint Tropez er meðal leiðandi framleiðenda af Rosé de Provence. Maîtres eru samtök níu vínbúgarða sem ráða yfir 900 hekturum af vínekrum, en víngerðin sjálf er í bænum Saint-Tropez. Flestir búgarðanna eru staðsettir í hinum fræga gullna þríhyrningi Provence (le triangle d'or) á milli Cuers, Puget Ville og Pierrefeu. Nálægðin við sjóinn gefur víninu einstakan karakter. 

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Grillréttir
  • Fiskur
  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Provence
  • Þrúga: Grenache, Syrah, Rolle
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 12,5%