Pesquera Crianza, Ribera del Duero (2017)

5.490 kr
Fjöldi
Heimsfrægur Spánverji
Pesquera Crianza er eitt frægasta vín Spánar og á það stóran þátt í að gera Ribera del Duero héraðið heimsfrægt. Vínið er unnið úr Tempranillo þrúgum og kemur skemmtilega á óvart með blekkenndum svörtum lit og þéttum ilmi af stikkilsberjum, plómu, mokka og mold. Bragðið er kröftugt og seðjandi og einstaklega hressandi - alger vínsmellur!

Framleiðandinn
Fernández Rivera fjölskyldan stendur á bak við nokkur af bestu vínum Spánar. Stofnandinn Alejandro Fernandez náði fyrst árangri með Pesquera vínbúgarðinum á níunda áratugnum og hann stendur einnig á bakvið hinn margverðlaunaða vínbúgarð Condado de Haza . Í dag er fjölskyldan talin ókrýndur konungur Ribera del Duero. Ribera del Duero héraðið er staðsett í norðurhluta Spánar rétt sunnan við hið víðfræga Rioja hérað. Héraðið er kennt við fljótið Duero sem rennur til sjávar við borgina Porto í Portúgal.

Vínpörun
 • Grillréttir
 • Villibráð
 • Nautakjöt
 • Lambakjöt
 • Svínakjöt

Upplýsingar
 • Víngerð: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Svæði: Ribera del Duero
 • Þrúga: Tempranillo
 • Árgerð: 2017
 • Áfengismagn: 14,5%

Viðurkenningar
 • Guia Penin: 91 Stig