Pequeñas Producciones Sauvignon Blanc (2021)

4.490 kr Venjulegt verð 5.490 kr
Fjöldi

“Cold-climate” perla

Hágæða hvítvín sem er unnið úr Sauvignon Blanc þrúgum frá tveimur af bestu vínekrum Casa del Bosque. Vínekrurnar eru staðsettar í vesturhluta Casablanca-dalsins í Chile. Hluti af víninu er látinn gerjast í stáltönkum (55%) til að ná fram ferskleika, en hinn hlutinn í notuðum frönskum eikartunnum. Í nefi er vínið ákaft með keim af engifer, hvítum pipar og greipaldin. Það er örlítið reykt á bragðið með keim af nektarínum og hvítum ferskjum ásamt steinefnum og örlitlu salti. Bráðskemmtilegt vín frá topp framleiðenda. 

 Framleiðandinn

Casas del Bosque er sannkallaður “cold-climate” gimsteinn Casablanca-dalsins og einn af bestu framleiðendum svæðisins. “Cold-climate” skilgreiningin vísar til þessa að loftslagið í dalnum er kalt miðað við hefðbundna vínrækt, sem hentar vel fyrir ákveðnar þrúgur, þar á meðal Chardonnay, Sauvignon Blanc og Pinot Noir. Staðsetning Casablanca dalsins á milli Andesfjallana og Kyrrahafsins skapar kalt loftslag. Víngerðin var stofnuð árið 1993 og Viña Casas del Bosque er 100% í eigu Cuneo fjölskyldunnar, sem er upprunalega frá Ítalíu. Öll vínin sem Casas del Bosque framleiðir eru sjálfbærnivottuð og framleidd án eiturefna á vínekrunum.

Vínpörun

 • Fiskur
 • Fordrykkur
 • Skelfiskur
 • Grænmetisréttir

Upplýsingar

 • Víngerð: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Svæði: Casablanca
 • Þrúga: Sauvignong Blanc
 • Árgerð: 2021
 • Áfengismagn: 14,0%

Viðurkenningar

 • Tim Atkin: 92 stig