Oscar Haussmann OH01 Riesling Dry

2.090 kr Venjulegt verð 2.490 kr
fjöldi

Frískandi þýskt Riesling
Oscar Haussmann OH01 Riesling Dry er einstaklega ferskt og fágað þýskt hvítvín sem fangar kjarna Riesling-þrúgunnar á látlausan og glæsilegan hátt. Vínið er fölgult á litinn og opnast með tælandi ilm af hvítum blómum, grænum eplum, hvítum ferskjum og þroskuðum perum. Bragðið er þurrt, brakandi ferskt og líflegt í hverjum sopa. Bragðið einkennist af góðu jafnvægi á milli sýru og ávaxta og ber keim af eplum og ferskjum og léttri steinefnakenndri og svalri áferð. Þetta er hefðbundið Riesling vín sem sýnir hvers vegna þessi þrúga er eitt helsta stolt þýskrar vínræktar.

Framleiðandinn
Vínframleiðsla Oscar Haussmann á sér rætur allt aftur til 16. aldar og fjölskyldan hefur verið virkur þátttakandi í þróun vínmenningar í Traben-Trarbach í Mosel-héraðinu. Áður fyrr var þessi borg næst stærsta vínútflutningsmiðstöð heims, rétt á eftir Bordeaux. Vínframleiðslan byggist á samspili nýjustu tækni og aldagamalla hefða, þar sem rík áhersla er lögð á að varðveita uppruna, gæði og sál Riesling-þrúgunnar. Í dag fer framleiðslan fram í einni af nútímalegustu víngerðum Evrópu.

Vínpörun

  • Fiskur

  • Asískir réttir

  • Alifugl

  • Fordrykkur

  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Þýskaland

  • Svæði: Mosel

  • Þrúga: Riesling

  • Áfengismagn: 11 %