Olarra Clasico Reserva (2018)

3.600 kr
Fjöldi

Margverðlaunað Rioja Reserva

Margverðlaunuð Rioja Reserva frá Bodegas Olarra. Kraftmikið í eðli sínu og unnið úr þrúgum frá gömlum vínviði sem gefa uppskeru í hæsta gæðaflokki. Meðalaldur vínviðarins er yfir 30 ár, en þeir njóta góðs af leirríkum jarðvegi Rioja Alta og Rioja Baja. Þrúgurnar eru gerjaðar í stáltönkum og í kjölfarið er vínið sett í 225 lítra eikartunnur og látið þroskast í 18 mánuði. Vínið er rúbínrautt í glasi og ilmurinn einkennist af rauðum berjum og kryddi. Bragðið er djúpt og fágað með keim af jarðarberjum, hindberjum, lakkrís, þurrkuðum kryddum og reyk með löngu eftirbragði. Fullkomið vín fyrir pottrétti, steikur, risotto, tapas o.fl.

Framleiðandinn

Olarra er fjölskylduvíngerð staðsett í útjaðri Logroño í austurhluta Rioja. Bodegas Olarra vínbúgarðurinn er einn af mest heimsóttu ferðamannastöðum Rioja. Þegar búgarðurinn var byggður árið 1973, var hann með nútímalegri byggingum svæðisins. Byggt var á nýrri hönnunarstefnu sem síðan hefur breiðst út um allan spænska víniðnaðinn.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Alifugl
  • Nautakjöt
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Rioja
  • Þrúga: Tempranillo
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 13,5%