Við bjóðum nú í fyrsta sinn upp á óáfengan vínkassa! Óáfeng léttvín hafa orðið sívinsælli undanfarin ár og hafa nokkrir framleiðendur náð eftirtektarverðum árangri í gæðum, áferð og upplifun. Hér höfum við sérvalið þrjú vín, eitt hvítvín, eitt freyðandi hvítvín og eitt freyðandi rósavín. Njótið vel!
Eins Twei Zero Riesling
Eins Twei Zero Riesling er létt og brakandi ferskt Riesling hvítvín sem býður upp á aðlaðandi karakter sem er hreinn og ferskur, með keim af límónu og sítrus, ásamt örlitlum keim af rauðum eplum og steinefnum. Áferðin er örlítið þurr og tiltölulega löng, með ilma af applsínusítrus, keim af rabbarbara og estragon. Endurnýttur sykur, sem er í mjög góðu jafnvægi við sýrustigið, er nýttur til að ná fram sérlega bragðgóðu óáfengu hvítvíni.
Vinada Crispy Chardonnay
Úrvals fransks Chardonnay sem er freyðandi, áfengislaust og vegan. Freyðivín sem býður upp á fínt jafnvægi í bragði með stökkum, ferskum keim af eplum, melónu og sítruskeim. Vínið er framleitt í hinu virta Languedoc-héraði í Frakklandi og er einstök blanda af Chardonnay-þrúgum sem gefur kaloríusnautt en þó bragðmikið og stílhreint vín.
Oddbird Rosé
Silkimjúkt, í góðu jafnvægi og frekar þurrt glitrandi rósa freyðivín úr Languedoc-Roussillon héraðinu í Frakklandi. Glitrandi vín úr líflegri blöndu af Chardonnay og Syrah sem skapar steinefnaríkt vín með keim af sumarberjum, grænu epli og sítrus. Litur vínsins er alveg náttúrulegur en rósavínið er látið þroskast í 12 mánuði áður en áfengið er losað varlega úr víninu.