Ofur-toskani
Sérlega vandað vín frá topp framleiðanda í Montalcino. Hugtakið “ofur-toskani” á uppruna sinn að rekja til Ameríku, en þar er átt við hágæða vín sem falla ekki undir hina hefðbundnu ítölsku DOC eða DOCG skilgreiningu, heldur teljast til IGT vína sem er staðbundin flokkun. Non Confunditur er gert úr 40% Sangiovese, 30% Cabernet, 20% Merlot og 10% Syrah, og er þroskað í 12 mánuði. Vínið býður upp á vönd af þroskuðum berjum og blæbrigði af mokka, tóbaki og vanillu. Bragðið er þétt, mjúkt tannín og eftirbragðið er langt og ákaft.
Framleiðandinn
Framleiðandinn Argiano er víðþekktur, meðal annars fyrir frábær Brunello di Montalcino vín. Húsið á fornar rætur í Sassicaia og er orðið táknmynd fyrir Montalcino svæðið. Auk hefðbundinna Brunello vína er Arigiano einnig þekkt fyrir að framleiða frábær ofur-toskana vín, t.d. Solengo. Kastalinn Tenuta di Argiano er einn af þessum frábæru, gömlu, glæsilegu vínbúgörðum í Toskana. Kastalinn sjálfur er byggður í endurreisnarstíl á árunum 1581-1596 og þar hefur vínrækt verið stunduð alla tíð.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Lambakjöt
- Alifugl
- Villibráð
- Pottréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Toskana
- Þrúga: Sangiovese, Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 14%