Mouton Blanc de Noir (2021)

5.058 kr Venjulegt verð 5.950 kr
Fjöldi

Svarti sauðurinn

“Mouton Blanc de Noir (svarti sauðurinn) er óhefðbundið hvítvín sem er unnið úr Grenache þrúgunni. Grenache er blá þrúgutegund sem er almennt notað í rauðvín, t.d. Châteauneuf-du-pape. Vínið er ferskt og inniheldur mjúkan keim af hvítum ávöxtum, steinefnum og mjúkri sýru. Vínið er lífrænt ræktað náttúruvín sem hentar vel eitt og sér eða með léttum mat.

Framleiðandinn

Anne-Laure er vínframleiðandi sem hefur víðtæka reynslu frá öllum heimshornum; Frakklandi, Spáni, Ástralíu, Kanada, Úrúgvæ og Argentínu. Árið 2015  yfirtók hún 9 hektara af vínekrum sem eru staðsettar í 450 m hæð yfir sjávarmáli rétt norðan við Terrasses du Larzac í Frakklandi og stofnaði Mas Lasta, sem þýðir “Síðustu vínin”.

Anne-Laure Sicard er baráttukona að eðlisfari og hún hóf að framleiða lífrænt ræktuð og bíódýnamísk vín og náttúruvín sem njóta mikilla vinsælda.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Alifugl
  • Fordrykkur
  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Saint-Privat, Languedoc-Roussillon
  • Þrúga: Grenache
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 12,5%