Frábært matarvín
Hér er á ferðinni þurrt Merlot vín frá Veneto á norður Ítalíu sem kemur skemmtilega á óvart með dökkum djúprauðum lit. Vínið eru einungis unnið úr handtýndum Merlot þrúgum sem er látið gerjast í stáltönkum og þroskast í eikartunnum í 10-18 mánuði. Vöndurinn (bouqet) er hreinn og hlýr, með skemmtilegum keim af rauðum berjum, vanillu og ristaðri eik. Vínið er bragðgott með léttu tanníni og löngu eftirbragði sem skilur eftir sig þægilega þurran munn sem kallar á annan sopa. Vínið hentar sérlega vel sem matarvín.
Framleiðandinn
47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun. Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tímann, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Grillkjöt
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Pastaréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Veneto
- Þrúga: Merlot
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 14%