Fágað og mjúkt búrgúndívín
Pinot Noir vín frá Bourgogne (Búrgúndí) eru heimsþekkt, en hér bjóðum við upp á ungt og fágað premium cru vín með þéttri fyllingu sem hentar sérlega vel með jólamatnum. Ilmurinn inniheldur brómber, hindber og skógarbotn og í munni er vínið flauelsmjúkt með ferskri sýri. Mercurey er stærsta og hlýjasta svæðið í Bourgogne sem gefur meiri mýkt og þéttara bragð en önnur svæði. Vínið hefur ferska og góða sýru núna en við geymslu mýkist það enn meira.
Framleiðandinn
Domain Suremain framleiðir hágæða vín frá 1. Cru vínekrum í Mercurey sem er staðsett í suðurhluta Bourgogne. Mercurey er heimsfrægt fyrir rauðvínin sem einkennast af kraftmiklum, þroskuðum ávöxtum, oft með nótum af skógarberjum og jarðvegi. Vínræktin á rætur sínar að rekja aftur til 6. aldar og hið sögulega Domaine de Suremain byggir á aldargömlum hefðum. Framleiðandinn hefur hlotið verðlaun sem ”Best Young Winemaker”.
Vínpörun
- Nautakjöt
- Alifugl
- Svínakjöt
- Lambakjöt
- Villibráð
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Bourgogne
- Þrúga: Pinot Noir
- Árgerð: 2019
- Áfengismagn: 13,0%
Viðurkenningar
Robert Parker: 90 stig