Brakandi ferskt miðjarðarhafsvín
Ferskt og ljúffengt hvítvín úr lífrænum Pinot Grigio þrúgum frá ökrum sem liggja beint við Miðjarðarhafið. Hér er á ferðinni Pinot Grigio í sínu ferskasta formi með góðri sýru sem ber keim af þroskuðum steinávöxtum. Nafnið „Mediterranico“ er samsett af Mediterraneo og Organico með tilvísun í landsvæði vínsins. Þessi samblanda skilar einstökum ferskleika og jafnvægi í vínið, sem ber keim af rauðum eplum, perum og ferskjum ásamt sítrusávöxtum.
Framleiðandinn
Cantine Settesoli var stofnað árið 1958 og samanstendur af 200 vínbændum sem rækta 6000 hektara - eða u.þ.b. 7% af öllum vínekrum á Sikiley. Samvinnufélagið leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýtingu nýjustu rannsókna við víngerð og stefnir í átt að sjálfbærri vínframleiðslu og vistfræði. Cantine Settesoli hefur nokkrum sinnum hlotið hin eftirsóttu 3 glös frá Gambero Rosso.
Vínpörun
- Fiskur
- Sumarréttir
- Skelfiskur
- Svínakjöt
- Pastaréttir
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Sikiley
- Þrúga: Pinot Grigio
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 12,0%