Ferskt og þokkafullt rauðvín
Marsannay Clos du Roy frá Domaine Charles Audoin býður upp á djúpstæða tjáningu á Pinot Noir frá Cote de Nuits. Vínekrurnar er staðsettar í tæplega 300 metra hæð og vínin þaðan einkennast af miklum ferskleika og kröftugum ilm af ljósum, rauðum ávöxtum. Þetta vín er engin undantekning. Liturinn er einkennandi djúp rúbínrauður og ilmurinn inniheldur fíngerðan keim af skógarbotni og hlýrri jörð. Jarðvegurinn inniheldur mikið magn af kalksteini og er því ríkur af kalki og járni. Þetta skilar sér í steinefnakenndri áferð og svölum ferksleika. Bragðið er lagskipt og flókið með keim af kryddi og kakói sem leika létt um nef og góm. Áferðin er þokkafull og vínið hefur meðal fyllingu með fíngerðum tannínum sem skilar sér í viðvarandi eftirbragði.
Framleiðandinn
Domain Charles Audoin er að finna í Marsannay sem er lítill bær staðsettur í Côte de Nuits, rétt sunnan við Dijon. Côte de Nuits er eitt af fimm vínræktarsvæðunum í Bourgogne og það er heimsfrægt fyrir að framleiða bestu og fínustu rauðvínin í Bourgogne. Charles Audoin er ókrýndur Konungur Marsannay og er talinn eiga bestu vínekur svæðisins, enda hafa vínin hans hlotið lof frá alþjóðlegum gagnrýnendum á borð við Robert Parker. Domain Charles Audoin stundar lífræna víngerð og hefur verið með vottun frá og með árgerð 2018.
Vínpörun
-
Alifugl
-
Nautakjöt
-
Villibráð
-
Kálfakjöt
Upplýsingar
-
Víngerð: Rauðvín
-
Land: Frakkland
-
Svæði: Bourgogne
-
Þrúga: Pinot Noir
-
Árgerð: 2019
-
Áfengismagn: 13%
Viðurkenningar
-
James Suckling: 94 point
-
Robert Parker: 92 point