Malbec Mendoza High Mountain Vines (2016)

3.485 kr Venjulegt verð 4.100 kr
Fjöldi

Vöðvastælt Malbec vín 

Hefðbundið Malbec vín frá Mendoza sem er í einstaklega góðu jafnvægi. Þrúgurnar eru týndar af 3 mismunandi vínekrum sem eru staðsettar í 700 - 900 m hæð yfir sjávarmáli við rætur Andesfjallanna í Argentínu. Ilmurinn er djúpur og flókinn, en einkennist af vel þroskuðum ávöxtum, þar á meðal sætum brómberjum og mokka. Bragðið er í frábæru jafnvægi milli þroskaðra áxaxta og mjúkum tannínum og eftirbragðið er seðjandi og einstaklega hlýtt. Vínið er bæði kröftugt, nánast vöðvastælt en flauels mjúkt á sama tíma.

Framleiðandinn

Catena, sem er staðsett í Mendoza héraðinu er einn af fremstu vínframleiðendum í Argentínu og hefur hlotið margvíslegt lof frá alþjóðlegum gagnrýnendum. Framleiðslan hófst árið 1902 þegar Nicola Catena gróðursetti fyrstu Malbec vínviðina sína. Í dag er framleiðslan undir stjórn þriðju og fjórðu kynslóðar Catena fjölskyldunnar og eru þau þekkt fyrir að framleiða gæðavín frá vínekrum sem eru staðsettar hátt yfir sjávarmáli. Þess má geta að Catena var fyrsti framleiðandinn til að framleiða Malbec vín í heimsklassa.  

Vínpörun

 • Grillréttir
 • Lambakjöt
 • Villibráð
 • Nautakjöt
 • Pottréttir

Upplýsingar

 • Land: Argentína
 • Svæði: Mendoza
 • Þrúga: Malbec
 • Árgerð: 2016
 • Áfengismagn: 13,0%

Viðurkenningar

 • Robert Parker: 92 stig
 • James Suckling: 92 stig