Hvítt búrgúndí vín
Þetta skemmtilega Chardonnay frá Domaine Guillot-Broux er einstaklega aðgengilegt og í góðu jafnvægi. Vínið er með tælandi og rjómakenndan ilm af kalksteini og blómum. Það hefur verið látið þroskast í 11 mánuði á mismunandi hátt;: 40% af víninu er geymt í stórum eikartunnum (foudre), 40% í hefðbundnum Bourgogne-tunnum og 20% í stáltönkum. Þetta gefur víninu bæði fjölbreytni, fágun og dýpt, en á sama tíma er það frískandi og með ljúffengri áferð sem er tilvalið með mat. Vínið er lífrænt ræktað og vegan, enda leggur víngerðin áherslu á hreinan jarðveg og náttúrulegar aðferðir í öllu sem þau gera.
Framleiðandinn
Domain Guillot-Broux er að finna í þorpinu Cruzille sem er hluti af Mâconnais og er syðsta og stærsta vínræktarsvæðið í Bourgougne. Mâconnais er mest þekkt framleiðslu á hvítvíni, en líkt og alls staðar í Bourgogne má þar einnig finna frábær rauðvín. Domaine Guillot-Broux var stofnað árið 1978 af Jean-Gérard Guillot og eiginkonu hans Jacqueline Broux en hefur verið rekið af sonum þeirra Emmanuel og Patrice síðan árið 2008. Með 17 hektara af vínekrum í Cruzille, Grévilly og Chardonnay, framleiða þeir vín undir merkingu “Mâcon Cruzille” og “Mâcon Chardonnay”. Domain Guillot-Broux framleiðir lífrænt vottuð vín og nýrri árgangar eru einnig bíódýnamískir.
Vínpörun
- Fiskur
- Skelfiskur
- Alifugl
- Grænmetisréttir
- Pastaréttir
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Bourgogne
- Þrúga: Chardonnay
- Árgerð: 2022 / 2023
- Áfengismagn: 13%
- Víníð er lífrænt og vegan