LZ Rioja (2019)

3.690 kr Venjulegt verð
fjöldi

Nútímalegt Rioja

Þetta bráðskemmtilega Rioja vín einkennist af hreinum ávöxtum þar sem það er ekki eikað eins og vaninn er í héraðinu. Vínið er látið gerjast í steinsteyptum tönkum með völdum þrúgum frá lífrænum vínekrum í þorpinu Lanziego. Vínið er lífrænt ræktað og bíódínamískt. Ilmurinn er af sólberjum og hindberjum með keim af steinefnum og snert af súkkulaði. Bragðið er mjúkt og endar á ferskum tónum. Vínið er líklega eitt besta „Sin Crianza“ vínið í Rioja („Sin Crianza“: vín sem er ekki látið gerjast í viðartunnum).

Framleiðandinn

Telmo Rodriguez hefur verið valinn besti vínframleiðandi Spánar af Tim Atkin og Guia Peñin. Hann lærði hjá Petrus, Guigal, Cos d'Estournel og Dominus og hefur ítrekað fengið 100P hjá bæði Robert Parker og James Suckling. Telmo Rodriguez leiðir einnig framleiðsluna í hinum víðfræga Rioja-kastala „Remelluri“.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Rioja
  • Þrúga: Tempranillo
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 14,0%