Í lukkukassa Vínklúbbsins eru 6 léttvínsflöskur úr Vínklúbbnum og Vínklúbbnum Premium á einstöku útsöluverði. Eins og nafnið gefur til kynna þá veistu ekki hvaða flöskur koma upp úr kassanum fyrr en þú færð lukkukassann sendan heim að dyrum.
Í lukkukassanum geta leynst frábær vín úr áskriftarsendingu síðasta mánaðar eða faldir gimsteinar úr vínheiminum inn á milli. Almennt er miðað við að 3-4 vínflöskur í lukkukassanum séu rauðvín og 2-3 hvítvín, freyðvín eða rósavín.
Öll vín í lukkukassanum hafa áður verið í áskriftarkössum Vínklúbbsins og eru því handvalin og sérinnflutt gæðavín.