Libet Soave Classico DOC (2022)

3.150 kr
fjöldi

Ferskleiki og blóm

Soave er mikilvægasta vínið hér sem hefur það sterk tengsl við sögu okkar að við ákváðum að kalla það latneska nafninu, „Libet“. Það sem mér líkar best við vöndinn er steinefna- og blóma ilmurinn, sömu ilmvötn jarðar og villiblómin frá hæðunum okkar. En það er eitthvað meira: sætari keimur af suðrænum ávöxtum og möndluáferð.“ Svo segir Giorgio Bennati um þetta skemmtilega og ferska hvítvín sem er framleitt úr handtíndum Garganega þrúgum sem vaxa í hæðunum nálægt Soave á Norður Ítalíu. Þessi hluti Ítalíu er betur þekktur fyrir að framleiða hin heimsfrægu Ripasso og Amarone vín. Libet Soave Classico er strágult á  litinn með gylltum blæbrigðum. Það býður upp á ákafan keim af möndlum og suðrænum ávöxtum og viðvarandi bragð. Vín með góðum strúktúr og jafnvægi í sýrustigi.

Framleiðandinn

Antonio Bennati fæddist árið 1870 í Cazzano di Tramigna nálægt Soave. Gælunafn hans varð Toni Recioto, eftir Recioto víninu frá Verona. Antonio byrjaði mjög ungur að framleiða vín á flöskum í hinni frægu "bastflösku". En það var ekki fyrr en árið 1920, eftir fyrri heimsstyrjöldina, að hann ákvað að stofna fyrirtækið Cantine Bennati ásamt syni sínum Annibale.

„Listin að framleiða vín er ferðalag sem býður upp á einstakar tilfinningar. Það eru forréttindi að skapa tilfinningar og það krefst einstaks hóps fólks“

Vínpörun

  • Fiskur
  • Pastaréttir
  • Fordrykkur
  • Vegetar

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Veneto
  • Þrúga: Garganega
  • Árgerð: 2022
  • Áfengismagn: 12,5%