Les Terrasses Rouge Ventoux (2016)

3.187 kr Venjulegt verð 3.750 kr
Fjöldi

Klassískt Rhone-vín

Hér er á ferðinni klassískt Syrah/Grenache vín frá Rhone héraðinu í Frakklandi,sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnandans Robert Parker í gegnum árin. Vínið er ríkt af ávöxtum og hefur fallega áferð sem einkennist af rauðum berjum og fjólum. Vínið er sérlega dökkt á litinn og ilmurinn er ákafur og viðvarandi, með blæbrigðum af hindberjum og svörtum pipar. Vínið er látið gerjast í 12 mánuði í eikartunnum sem myndar gott jafnvægi í bragðinu sem annars einkennist af ávöxtum.

Framleiðandinn

Château Pesquié er staðsett í suðurhluta Rhône og er einn af uppáhalds framleiðendum víngagnrýnendans Robert Parker. Vínbúgarðurinn hefur rætur sínar að rekja aftur til ársins 1750 en er í dag þekkt fyrir hágæða vínframleiðslu. Château Pesquié framleiðir vín í öllum gæðaflokkum – allt frá dásamlegum hversdags vínum að því allra besta sem svæðið býður upp á.

Vínpörun

  • Alifugl
  • Svínakjöt
  • Villibráð
  • Lambakjöt
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Rhone
  • Þrúga: Grenache (70%) & Syrah (30%)
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 14%