Le Quintessence Rouge Ventoux (2016)

3.990 kr Venjulegt verð 4.490 kr
Fjöldi

Safaríkt og kraftmikið vín

Cuveé Quintessence er í alla staði frábært vín sem hentar sérlega vel með góðum mat. Vínið er að mestu leyti unnið úr þrúgum af gömlum vínvið en er alfarið geymt í nýjum eikartunnum áður en því er helt ósíuðu á flöskur. Útkoman er frábært vín sem er svarblátt á litinn með kröftugum vönd (bouqet) sem einkennist af ávöxtum, rauðum berjum og nýmöluðum svörtum pipar. Vínið er sterkt á bragðið með mjúku tanníni og einstaklega löngu berjuðu eftirbragði.

Framleiðandinn

Château Pesequié er staðsett í suðurhluta Rhône dalsins og er einn af uppáhalds framleiðendum víngagnrýnendans Robert Parker. Vínbúgarðurinn er þekktur fyrir hágæða framleiðslu, en á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1750. Château Pesequié framleiðir vín í öllum verðflokkum, allt frá dásamlegum hversdagsvínum að því allra besta innan sinnar tegundar.

Vínpörun

  • Svínakjöt
  • Nautakjöt
  • Lambakjöt
  • Villibráð
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Rhone
  • Þrúga: Syrah (80%) & Grenache (20%)
  • Árgerð: 2016
  • Áfengismagn: 15%