"Le Argille" IGT Veneto

5.990 kr
Fjöldi

Ítölsk nýsköpun af bestu gerð

Einstaklega skemmtilegt vín sem er framleitt með nýstárlegri aðferð. Vínið er kraftmikið og í góðu jafnvægi eftir að hafa þroskast í steyputönkum í tvö ár. Með þeirri aðferð viðheldur vínið upprunaeiginleikum sínum eins og best verður á kosið og bragðið heldur sínu hlýlega, fágaða og þroskaða bragði. 

Vínið er framleitt úr blöndu af þrúgunum Cabarnet Sauvignon og Cabarnet Franc, sem týndar eru með DMR tækninni svokölluðu (Doppia Maturazione Ragionata) þar sem hluti vínberjanna er látinn þroskast áfram á vínviðinum á vínökrunum. Þessi aðferðarfræði gefur víninu hátt sykurstig sem leiðir af sér styrk og mikinn strúktur. 

Le Argille rauðvínið er dökk rúbínrautt á lit og vöndurinn gefur til kynna hlýlegt og flókið vín sem ilmar af þroskuðum berjum. Finna má keim af bláberjum, brómberjum og villtum jarðarberjum. Einnig má greina blæbrigði af plómum, svörtum kirsuberjum og vanillu ásamt dökku súkkulaði, tóbaki og grænum pipar í lokin. 

Vínið fer vel í munni og er fágað, flókið og mikilvægt. Hin langa geymsla í steyputönkum varðveitir afar vel upprunlegt bragð vínþrúganna og vínið er með mjúkt og ánægjulegt tannín. Mikið og langt eftirbrað sem kallar á annað glas. 

Vínið hefur hlotið fjölda verðlauna á borð við brons verðlaun á "International Wine Challenge" og lof gagnrýnenda á borð við Luca Maroni, sem gefur því 95 punkta. 

Framleiðandinn

47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.

Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Rautt kjöt
  • Villibráð
  • Pottréttir
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Treviso
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon (50%) & Cabarnet Franc (50%)
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 15,0%