Langhe Nebbiolo Trediberri (2019)

4.350 kr
Fjöldi

Öflugt grillvín

Langhe Nebbiolo fra Trediberri er glæsilegt og létt drekkanlegt vín frá Piemonte á Ítalíu. Vínið er alfarið unnið úr Nebbiolo þrúgum sem bjóða upp á ilm af hreinum ferskum rauðum ávöxtum, blómum, trönuberjum og hindberjum, gulu jasmíni og ferskum rósum. Vínið einkennist af skærum og líflegum, nánast unglegum fjólubláum lit. Vínið er geymt í stórum slavneskum eikartunnum sem gefur því aukinn strúktúr og fyllingu. Nebbiolo þrúgan er þekkt fyrir mikið tannín og þar af leiðandi hentar vínið sérlega vel með góðum mat. Fullkomið vín á veröndina eitt og sér eða með grillmatnum í sumar.

Framleiðandinn

Trediberri er þekkt fyrir glæsileg og búrgúndísk Barolo vín frá hinu fræga sveitarfélagi La Morra í Piemonte héraðinu. Vínbúgarðurinn er lítill (8 hektarar) og er lífrænt vottaður (síðan 2015) sem þýðir að ekki eru notuð nein eiturefni og mikill metnaður er lagður í lífræðilegan fjölbreytileika á ökrunum. Markmið Trediberri er að framleiða þægileg hágæða vín þar sem styrkur og tannín eru ekki allsráðandi en einkennast fremur af glæsileika og góðu jafnvægi milli ávaxtabragðs og sýrustigs. Á mettíma hefur Trediberri hlotið mikið lof erlendra gagnrýnenda. 

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Alifugl
  • Grillkjöt

Upplýsingar

  • Víngerð: Rauðvín
  • Land: Ítalía
  • Svæði: Piemonte
  • Þrúga: Nebbiolo
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 14 %

Viðurkenningar

  • Robert Parker: 90 stig