Langhe Nebbiolo Produttori del Barbaresco (2022)

4.650 kr
Fjöldi

Skemmtilegt ítalskt haustvín 

Langhe Nebbiolo frá Produttori del Barbaresco er frábær fulltrúi Nebbiolo þrúgunnar sem er meðal annars þekkt frá Barolo- og Barbaresco vínum. Vínið býður upp á kraftmikinn keim af hindberjum, trönuberjum og rósablöðum, ásamt fíngerðum keim af kryddi og þurrkuðum kryddjurtum. Bragðið er vel uppbyggt með ferskri sýru og þéttri tannín sem gefur víninu dýpt og margbreytileika. 

Framleiðandinn

Produttori del Barbaresco var stofnað árið 1958 og er samvinnufélag lítilla vínbænda sem rækta nokkra af bestu Nebbiolo vínþrúgunum í Barbaresco. Produttori del Bararesco leggur mikla áherslu á hefðir og há gæði og hefur með því fest sig í sessi sem einn af virtustu framleiðendum í Piemonte.

Vínpörun

  • Alifugl

  • Kálfakjöt

  • Nautakjöt

  • Pottréttir

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Piemonte

  • Þrúga: Nebbiolo

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • Robert Parker: 93 stig

  • Jeb Dunnock: 90 stig