Champagne Guy Mea La Tradition Côte des Noirs Brut Premier Cru

4.868 kr Venjulegt verð 6.490 kr
Fjöldi

Vandað kampavín með góðri fyllingu

Hágæða Premier Cru (1. Cru) kampavín sem er unnið úr þrúgum frá 27 mismunandi vínekrum í Champagne héraðinu og hefur fengið að þroskast í 4 ár. Vínið er unnið úr Pinot Noir (80%) og Chardonnay (20%) og samanstendur af grunnvíni frá árunum 2012-2017. Kampavínið þroskast í 10 mánuði og stáltönkum og þar á eftir í 3 ár í aldagömlum kjallara sem er grafinn djúpt inn í kalksteininn. Vínið býr yfir fallegum gulum lit og glitrandi ferskleika með einstaklega góðum strúktúr. 

Framleiðandinn

Champagne Guy Méa er lítill fjölskyldurekinn vínbúgarður. Vínekrurnar eru staðsettar suður af La Montagne de Reims í Grand Cru þorpunum Louvois og Bouzy, og í 1. Cru þorpunum Tauxières-Mutry, Ludes, Chigny Les Roses og Montbré. Vínin eru unnin út frá sjálfbærum meginreglum og framleiðslan er HVE 3 vottuð (Haute Valeur Environnementale), en það er hæsta sjálfbæra vottun í Frakklandi. Næstum öll vinna á vínekrunum er handvirk og öll berin eru handtínd.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Champagne
  • Þrúga: Pinot Noir & Chardonnay
  • Árgerð: Blandað
  • Áfengismagn: 12,0%