Vandað kampavín með góðri fyllingu
Hágæða Premier Cru (1. Cru) kampavín sem er unnið úr þrúgum frá 27 mismunandi vínekrum í Champagne héraðinu og hefur fengið að þroskast í 4 ár. Vínið er unnið úr Pinot Noir (80%) og Chardonnay (20%) og samanstendur af grunnvíni frá árunum 2012-2017. Kampavínið þroskast í 10 mánuði og stáltönkum og þar á eftir í 3 ár í aldagömlum kjallara sem er grafinn djúpt inn í kalksteininn. Vínið býr yfir fallegum gulum lit og glitrandi ferskleika með einstaklega góðum strúktúr.
Framleiðandinn
Champagne Guy Méa er lítill fjölskyldurekinn vínbúgarður. Vínekrurnar eru staðsettar suður af La Montagne de Reims í Grand Cru þorpunum Louvois og Bouzy, og í 1. Cru þorpunum Tauxières-Mutry, Ludes, Chigny Les Roses og Montbré. Vínin eru unnin út frá sjálfbærum meginreglum og framleiðslan er HVE 3 vottuð (Haute Valeur Environnementale), en það er hæsta sjálfbæra vottun í Frakklandi. Næstum öll vinna á vínekrunum er handvirk og öll berin eru handtínd.
Vínpörun
- Fordrykkur
- Fiskur
- Skelfiskur
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Champagne
- Þrúga: Pinot Noir & Chardonnay
- Árgerð: Blandað
- Áfengismagn: 12,0%