La Reina El Reventón (2022)

5.900 kr Venjulegt verð
Fjöldi

„Single Vineyard“ Garnacha vín  

La Reina El Reventón 2022 er líflegt og svipmikið „single vineyard“ vín sem vísar til þess að þrúgurnar koma frá aðeins einni vínekru. Í þessu tilviki er vínekran staðsett í Sierra de Gredos, vestan við Madrid á Spáni og garnacha þrúgurnar eru handtíndar af allt að 100 ára gömlum lífrænt ræktuðum vínviði.

Þrúgurnar eru látnar gerjast náttúrulega (villigerjun) í sementstönkum. Þar er vínið látið þroskast í 8 mánuði til að viðhalda ferskleikanum. Ilmurinn einkennist af þroskuðum rauðum berjum með keim af blómum og jurtum. Vínið er með miðlungs fyllingu, fínni tannín, ferskum safaríkum karakter og rennur ljúflega niður. Áferðin er löng og glæsileg og eftirbragðið ber vott af steinefnaríkum jarðvegi. 

Framleiðandinn

Hinn goðsagnakenndi argentínski vínframleiðandi Alejandro Vigil er einn af örfáum sem geta státað af því að hafa fengið 100 stig frá alþjóðlegum víngagnrýnendum. Alejandro stendur á bakvið hina víðfrægu argentínsku víngerð El Enemigo og nú er hann kominn til Spánar. Í víngerð skarar Alejandro fram úr með því að vera framsækinn og framsýnn og hér er allt gert til að tryggja að tjáning vínsins bjóði upp á hreinan ávöxt og einstakt jafnvægi, með sterkri tilvísun til Bourgogne.

Vínpörun

  • Grillmatur

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Skelfiskur

  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Spánn

  • Svæði: Castilla y Leon

  • Þrúga: Garnache

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13,0%