La Clairiére Vacluse (2021)

4.490 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Frábært rósavín fyrir sumarið

"La Clairière" hefur fallegan bleikan lit og ilmar af lime, stikilsberjum og þurrkuðum apríkósum. Bragðið samsvarar lyktinni og hefur auk þess keim af rauðum berjum. Í rósavíni eru þrúgurnar látnar gerjast með hýðinu sem myndar bragðefni, litarefni og tannínsýru líkt og í rauðvíni. Þó er þessi gerjun töluvert styttri en í rauðvíni sem gefur rósavíni þennan ljósrauða, nánast bleika lit. Best er að drekka rósavínið kælt eða u.þ.b. 10-12°C. Flaskan sjálf er skrautleg og ef þú heldur um hálsinn á henni og snýrð henni við, þá minnir hún helst á blómvönd og má gefa þannig sem gjöf. Þrúgurnar eru tíndar snemma morguns til að varðveita ferskleika. La Clairière hentar vel sem fordrykkur eða t.d. með salatréttum, carpaccio og grilluðum fiski.

Framleiðandinn

Domaine de la Palud er í staðsett í suðurhluta Orange í Rhône héraðinu. Marie-Laure Grangeon framleiðir úrvalsvín sem byggir á kunnáttu og hefðum margra kynslóða, en hún rekur nú Domaine de la Palud með dóttur sinni. Domaine de la Palud hefur verið fjölskyldueign síðan 1841, en þar á undan tilheyrði víngarðurinn Provencal aðalsfjölskyldu í fimm aldir. Vínin frá Domain de la Palud eru frábær dæmi um það sem Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône hafa uppá að bjóða.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Grillmatur
  • Salat

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Rhône
  • Þrúga: Blandað
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 13%
  • Vinið er lífrænt