Pinot Noir, Bürkel Jung

4.950 kr
Fjöldi

Létt og líflegt Pinot Noir

Burkel Jung Pinot Noir frá Alsace býður upp á glæsilega og fágaða upplifun. Rauði miðinn og hálfmáninn er tilvísun í bíódýnamíska aðferðafræði við lífræna vínrækt, sem m.a. styðst við tungldagatalið. Pinot Noir vínið frá Bürkel Jung er fallega rúbínrautt á litinn og ilmurinn einkennist af sólberjum, kirsuberjum og jarðaberjum og snert af kryddi. Það er létt á bragðið, þurrt og á sama tíma líflegt og ávaxtaríkt með silkimjúkum tannínum.  Eftirbragðið er langt og tignarlegt og undirstrikar fínleika og margbreytileika vínsins. Vínið má drekka eitt og sér, en hentar einnig sérlega vel með tapas og léttum kjötréttum.


Framleiðandinn

Burckel-Jung hefur framleitt vín síðan 1802 (8. kynslóð). Mikil áhersla er lögð á náttúruna og í dag er öll framleiðsla bæði lífrænt og bíódínamískt vottuð. Burckel-Jung víngerðin býður ferðamönnum upp á svokallað "Les plantes Sauvages et la Vignes" sem er hluti af vistvænni ferðamennsku (ecoturism) á Grand Est svæðinu. Líkt og fjölskyldan sjálf þá hafa vínin frá Burckel-Jung sterkan persónuleika og einstakan karakter. Þessi karakter endurspeglar vinnusemi og alúð átta kynslóða við að þróa og framleiða hágæða vín.


Vínpörun

  • Alifugl

  • Kálfakjöt

  • Grillmatur

  • Tapas

  • Ostar


Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Rhône

  • Þrúga: Pinot Noir

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13%

  • Vínið er lífrænt, bíódýnamísk og vegan