Nýstárlegt Cabarnet Sauvignon
Þetta skemmtilega og nýstárlega rauðvín frá Josh Cellar unnið úr blöndu af Cabarnet Sauvignon þrúgum frá Mendocino, Napa og Sonoma í Kaliforníu. Vínið er rúbínrautt á litinn og ilmar fallega af plómum, sólberjum, með smávægilegum keim af vanillu, enda er það látið þroskast á eikartunnum (20% nýjum) í 10-14 mánuði. Bragðið er þétt og safaríkt og einkennist af þroskuðum ávöxtum, lakkrís og kryddi, með mjúku eftirbragði.
Framleiðandinn
Josh Cellars var stofnað af Joseph Carr árið 2007 og er staðsett í Kaliforníu sem er eitt helsta vínræktarsvæðið í Ameríku.
Josh Cellars leggur áherslu á gæði og karakter í víngerðinni, en þau skuldbinda sig jafnframt til þess að gera aðgengileg vín með þægilegri bragðupplifun og í góðu jafnvægi. Þetta kemur skýrt fram fjölbreyttu úrvali víngerðarinnar.
Vínpörun
- Pottréttir
- Lambakjöt
- Villibráð
- Nautakjöt
- Grillmatur
Upplýsingar
- Land: USA
- Svæði: Kalifornía
- Þrúga: Cabarnet Sauvignon
- Árgerð: 2021
- Áfengismagn: 13,5%