Hochterrassen Grüner Veltliner (2020)

3.145 kr Venjulegt verð 3.700 kr
Fjöldi

Gæða hvítvín frá Austurríki

Hochterrassen sem er unnið úr Grüner Veltliner þrúgum er frábært dæmi um austurrískt gæðavín! Hér er á ferðinni fágað vín með góðri sýru og ferskum og fínlegum sítruskeim. 

Grüner Veltliner er orðin vinsæl hvítvínsþrúga og þegar þú smakkar þetta vín, skilurðu hvers vegna. Bragðið er einstakt og ferskt og vínið hentar vel með réttum sem oft reynist erfitt að para við vín, t.d. tælenskum mat.

Framleiðandinn

Weingut Salomon-Undhof hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1792. Það var einmitt hjá þessum framleiðanda sem fyrstu þurru vín Austurríkis litu dagsins ljós á áttunda áratugnum. Salomon-Undhof er staðsett í Kremstal héraðinu, sem er talið eitt besta hvítvíns hérað Austurríkis. Landslagið er hæðótt og jarðvegsaðstæður eru margbreytilegar sem býður upp á fjölmarga spennandi möguleika við vínræktina.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Alifugl
  • Fordrykkur
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Austurríki
  • Þrúga: Grüner Veltliner
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 11,5%