Gran Reserva Chardonnay Colchagua Costa (2020)

3.990 kr
Fjöldi

Ljúffengt hvítvín

Þetta Gran Reserva er glæsilegt Chardonnay hvítvín frá einum af vinsælustu vínframleiðendum Chile. Vínið er sérlega ljúffengt og minnir að mörgu leyti á hefðbundin frönsk hvítvín frá Bourgogne. Liturinn er skærgulur með grænum keim. Í nefi er vínið kröftugt og flókið, en einkennist af framandi ávöxtum, hvítum blómum og seltu. Bragðið er ferskt, líflegt og ávaxtaríkt með keim af peru, hunangi og vott af engifer. Vínið hefur mikla fyllingu og býður upp á mjúka áferð, frábært jafnvægi og langt eftirbragð með keim af sítrus. Þetta hvítvín er best við 10°C og hentar sérlega vel með grilluðum hvítum fiski, risotto eða pasta með skelfiski. Vínið má drekka strax, eða geyma í allt að 4 ár.

Framleiðandinn

Viu Manent er marg verðlaunaður vínbúgarður í Chile og hefur verið á topp 50 lista hjá “World’s Best Vineyards”. Viu Manent var stofnað árið 1935 í kringum bestu vínræktunarsvæðin í Colchagua-dalnum í Chile. Viu Manent er sigursælasta víngerð Chile og þekkt fyrir sérlega há gæði. Þar má finna elsta  Malbec-vínvið Suður-Ameríku, sem má rekja aftur til 19.aldar og kallar fram flókna og göfuga eiginleika í víninu. 

Vínpörun

  • Fiskur
  • Alikjöt
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Chile
  • Svæði: Colchagua
  • Þrúga: Chardonnay
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14%