Einstök Malbec blanda
Vinsæl blanda byggð á Malbec þrúgum sem býður upp á silkimjúk tannín og ótrúlegan margbreytileika. Vínið er blandað meðal annars með Cabernet Franc, sem stuðlar að frábærri uppbyggingu með jurta ívafi. Einbeitt og arómatísk blanda úr háhæðavínekrum í Lújan de Cuyo í hinu fræga vínhéraði Mendoza, í yfir 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Vínið þroskast í 18 mánuði í blöndu af nýjum og gömlum eikartunnum. Vínið hefur ákafan dökkan lit, næstum fjólublátt í brúnum. Stór vöndur af þroskuðum, svörtum berjum og keimur af kryddi og mokka. Bragðið er flókið með frábærri fyllingu og endar mjúkt og ávaxtaríkt.
Framleiðandinn
El Enemigo er heimsklassa framleiðandi með sterkar rætur í Catena. Samkvæmt Decanter er hann meðal tíu bestu vínframleiðenda í Suður-Ameríku og er þekktur fyrir framúrskarandi Cabernet Franc og Malbec.
El Enemigo Wines er staðsett í Piedmonte al Sur við rætur Andesfjallanna í Lújan de Cuyo í Mendoza vínhéraðinu. Þar er framleitt vín á heimsmælikvarða úr þrúgum frá nokkrum af hæst liggjandi vínekrum heims.
Vínpörun
- Villibráð
- Alifugl
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Grillmatur
Upplýsingar
- Land: Argentína
- Svæði: Mendoza
- Þrúga: Malbec (50%), Cabernet Franc (15%), Cabernet Sauvignon (15%), Merlot (10%) og Petit Verdot (10%)
- Árgerð: 2017
- Áfengismagn: 14%
Viðurkenningar
- James Suckling: 97 point
- Tim Atkin: 96 point
- Robert Parker: 95 point
- Vinous: 96 point