Gnarly Dudes Barossa Valley Shiraz (2021)

26.352 kr Venjulegt verð 32.940 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Kraftmikið Shiraz rauðvín
Gnarly Dudes er unnið úr Shiraz þrúgum af gömlum vínviðum frá þremur mismunandi svæðum í Barossa dalnum í Suður Ástralíu. Vín úr Barossa dalnum eru almennt þekkt fyrir að vera kraftmikil og með miklu berjabragði og umtalsverðu tanníni.

Gnarly dudes er engin undantekning. Liturinn er dökk fjólurauður og í nefi er vínið kröftug blanda af berjum með tónum af kirsuberjum og plómum. Vínið er ungt í munni, kröftugt með hreint og sterkt ávaxtabragð sem er í fullkomnu jafnvægi við milt tannín.

Framleiðandinn
Two Hands var stofnað árið 1999 af þeim Michael Twelftree og Richard Mintz og vínin þeirra hafa hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu og lof gagnrýnenda. Vínin frá Two Hands hafa öll mikinn karakter en eru á sama tíma nokkuð ólík. Two Hands rækta ekki eigin þrúgur, en markmið þeirra er að framleiða vín sem endurspegla uppruna þeirra með sterkri tengingu við þau svæði og víngarða þar sem þrúgurnar hafa sinn uppruna.

Vínpörun

  • Villibráð
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Pottréttir

Upplýsingar

  • Land: Ástralía
  • Svæði: Barosso Valley
  • Þrúga: Shiraz
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 14%