Gigondas Domaine Raspail-Ay (2020)

34.020 kr Venjulegt verð 37.800 kr
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Kraftmikið og klassískt af gamla skólanum

Gigondas er vínhérað sem er staðsett í suðurhluta Rhônedalsins. Vínin þaðan eru fyrst og fremst framleidd úr Grenache, Syrah og Mourvèdre þrúgunum (oft nefnd GSM) sem er sérlega vinsæl meðal vínunnenda og á hún rætur sínar að rekja til Rhône. Gigondas frá Domain Raspail-Ay er unnið úr handtíndum þrúgum og eftir 30 daga gerjun er það látið þroskast í 24 mánuði í stórum eikartunnum. Ilmurinn er ákáfur og einkennist af þroskuðum dökkum kirsuberjum, sólberjum, og brómberjum, en hann inniheldur einnig keim af lakkrís og svörtum pipar sem kemur einnig fram í bragðinu. Vínið er með þétta uppbyggingu og kraftmikil en mjúk tannín. Vínið má drekka strax en það má einnig geyma í þó nokkuð mörg ár. Þolinmæðin mun skila sér.

Framleiðandinn

Domaine Raspail-Ay er meðal bestu vínbúgarða í Gigondas og er sérlega þekkt fyrir stöðug gæði og hollustu við hefðir. Fyrir utan lítið magn af rósavíni, er Gigondas rauðvínið það eina sem Domain Raspail-Ay framleiðir.  Víngerðin var stofnuð fyrir tveimur öldum og er enn stjórnað af Ay fjölskyldunni sem hefur átt stóran þátt í að lyfta Gigondas vínum upp í hæsta gæðaflokk. Vínekrur búgarðsins eru staðsettir við Dentelles de Montmirail þar sem jarðvegurinn er blanda af leir, kalksteini og sandi sem býður upp á kjöraðstæður fyrir vínrækt.  

Vínpörun

 • Svínakjöt

 • Alifugl

 • Pottréttir

 • Nautakjöt

 • Villibráð

Upplýsingar

 • Land: Frakkland

 • Svæði: Rhône

 • Þrúga: Grenache (80%), Syrah (15%), Mourvédre (5%)

 • Árgerð: 2020

 • Áfengismagn: 15%

Viðurkenningar

 • Vinous: 95 point

 • JebDunnock.com: 95 point