Grenache blanda frá Gigondas
Gigondas er vínhérað sem er staðsett í suðurhluta Rhônedalsins. Vínin þaðan eru fyrst og fremst framleidd úr Grenache, Syrah og Mourvèdre þrúgunum, og eru m.a. þekkt fyrir hvað þau eldast vel enda eru þau oft borin saman við Châteneuf du Pape. Gigondas frá Domaine du Cayron skara fram úr með djúpum karakter og ríkulegum margbreytileika. Ilmurinn einkennist af svörtum ávöxtum, trufflum og brenndum kryddum. Vínið er með þétta uppbyggingu og langt blæbrigðaríkt eftirbragð sem sýnir klassískan Gigondas stíl með miklum fínleika.
Framleiðandinn
Domaine du Cayron er fjölskyldurekinn vínbúgarður í Gigondas sem er þekktur fyrir hollustu sína við hefðbundnar aðferðir við víngerð. Vínbúgarðurinn hefur verið rekinn af Faraud fjölskyldunni í fimm kynslóðir. Fjölskyldan sérhæfir sig í að framleiða Gigondas vín í hæsta gæðaflokki sem endurspegla djúpan skilning þeirra á jarðvegi svæðisins og almennum aðstæðum. Vínin frá Domaine du Cayron eru viðurkennd fyrir að vera kröftug og fyrir að geymast sérlega vel og þau eru eftirsótt meðal áhugamanna sem vilja upplifa ekta Gigondas-vín.
Vínpörun
- Grillkjöt
- Alifugl
- Kálfakjöt
- Nautakjöt
- Villibráð
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Rhône
- Þrúga: Grenache (70%), Syrah (14%), Cinsasult (15%), Mourvédre (1%)
- Árgerð: 2015
- Áfengismagn: 13,5%
Viðurkenningar
- Vinous: 94 point
- Robert Parker: 93 point