"Garbin" Vino Rosso

5.091 kr Venjulegt verð 5.990 kr
Fjöldi

Kraftmikill ítalskur tenór - Rauðvín frá Veneto á Ítalíu

Frábært og bragðmikið rauðvín frá Treviso rétt norðan við Feneyjar. Vínið er unnið úr handtýndum þrúgum og er látið þroskast í tvö ár í eikartunnum. Liturinn er dökkur og rúbínrauður með léttum brúnum keim.

Vínið er mjúkt og kröftugt með viðvarandi ríku bragði og tanníni sem gefur víninu fínan strúktúr. Vöndurinn (bouqet) einkennist af þéttleika og hlýju með vott af vanillu og súkkulaði, rauðum ávöxtum og plómum og spennandi. keim af tóbaki og kaffi. Garbin hentar einstaklega vel með vel þroskuðum ostum.

Framleiðandinn

47 Anno Domini leggur í framleiðslu sinni áherslu á að blanda saman aldagömlum ítölskum hefðum í víngerð við nýsköpun í framleiðslu ásamt því að huga að heildarupplifun og fallegri hönnun.

Vínviðurinn hjá 47 Anno Domini nærist af frjósömum, leirkenndum jarðvegi, ríkum af steinefnasöltum og öll vínin búa yfir miklum persónuleika. Víngarðurinn hefur rætur sínar að rekja margar kynslóðir aftur í tíman, en í dag er framleiðslan nútímaleg og lífrænt vottuð.

Vínpörun

  • Lambakjöt
  • Nautakjöt
  • Pottréttir
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Treviso
  • Þrúga: Cabarnet Sauvignon & Merlot
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 14,0%

Hægt er að sérpanta öll vínin okkar. Sendu fyrirspurni á .