Óhefðbundin þrúgusamsetning
Matt Gant finnst gaman að búa til vín með óhefðbundinni samsetningu af þrúgum og Full Fat er frábært dæmi um slíkt vín. Vínið er unnið úr blöndu af Montepulciano (41%), Barbera (36%), Shiraz (14%), Touriga Nacional (6%) og Nebbiolo (3%). Útkoman er bragðgott vín, ríkt af berjum og ávöxtum með flottum strúktúr. Ilmurinn einkennist af krydduðum keim af þroskuðum berjum. Bragðið er djúpt, með mjúku tanníni og miklum ferskleika sem er í fullkomnu jafnvægi við ríkulegt berjabragð.
Framleiðandinn
First Drop Wines hefur verið skráð á meðal „Top Wineries of Australia“ - og er meðal efstu 5% allra víngerða í Ástralíu (tæplega 2500 talsins). Stofnandi First Drop, John Retsas, rekur ekki eigin búgarð og á ekki eigin vínekru. Þess í stað kaupir hann þrúgur frá bestu vínbændum í suðausturhluta Ástralíu (Barossa, Adelaide Hills og McLaren Vale) og lætur framleiða vínin eftir eigin uppskrift. Vínin frá First Drop Wines eru bragðmikil og með mikinn karakter og “fönk” og miðinn á flöskunni sýnir að sköpunarkrafturinn er mikill enda eru þau óhrædd við að fara eigin leiðir.
Vínpörun
- Grillmatur
- Svínakjöt
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Pottréttir
Upplýsingar
- Land: Ástralía
- Svæði: Suður Ástralía
- Þrúga: Blanda
- Árgerð: 2017
- Áfengismagn: 14,0%