Þétt og orkumikið Shiraz
Glæsilegt og safaríkt Shiraz með þéttri fyllingu. “Fields of Joy” er unnið úr þrúgum frá Clare Valley í Suður Ástralíu og er látið þroskast í 15 mánuði í frönskum eikartunnum. Vínið er fallega dökkrautt á litinn með fjólubláu endurskini. Vöndurinn er fullur af þroskuðum, svörtum ávöxtum, með keim af eucalyptus (tröllatré) og smá vanillu. Bragðið er glæsilegt og orkumikið; einkennist af þéttri fyllingu og kryddi.
Framleiðandinn
Two Hands var stofnað árið 1999 af þeim Michael Twelftree og Richard Mintz og vínin þeirra hafa hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu og lof gagnrýnenda. Vínin frá Two Hands hafa öll mikinn karakter en eru á sama tíma nokkuð ólík. Two Hands rækta ekki eigin þrúgur, en markmið þeirra er að framleiða vín sem endurspegla uppruna þeirra með sterkri tengingu við þau svæði og víngarða þar sem þrúgurnar hafa sinn uppruna.
Vínpörun
- Svínakjöt
- Nautakjöt
- Lambakjöt
- Grillréttir
Upplýsingar
- Víngerð: Rauðvín
- Land: Ástralía
- Svæði: Suður Ástralía
- Þrúga: Shiraz
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 14,5%