Edition 1912 Mont Ventoux (2020)

3.700 kr
Fjöldi

Rúbínrautt frá Rhone

Ef Mont Ventoux gæti talað, myndi það líklega skála fyrir þessu víni! Vínið er óður til Mont Ventoux, sem mælist 1912 metrar á hæð, kallaður Risinn í Provence af íbúum á staðnum. Örloftslagið er sérstakt og það svalasta í öllum Suður-Rhône-dalnum, með miklum andstæðum í dag- og næturhita. Þetta gefur þrúgunum lengra þroskaferli og þar með lengri karakter. Vínið hefur fallegan rúbínrauðan lit, vöndurinn er fylltur með keim af hindberjum, villtum kirsuberjum, bragði af kryddi eins og lárvið og timjan og smá lyngi (garrigue). Vínið er geymt í stáltönkum og sementi og það gerir fallega ávöxtinn greinilega áberandi.

Framleiðandinn

Château Pesquié er staðsett í suðurhluta Rhône og er einn af uppáhalds framleiðendum víngagnrýnandans Robert Parker. Vínbúgarðurinn á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1750 og er í dag þekktur fyrir hágæða vínframleiðslu. Château Pesquié framleiðir vín í öllum gæðaflokkum – allt frá dásamlegum hversdags vínum að því allra besta sem svæðið býður upp á.

Vínpörun

  • Grillmatur
  • Alifugl
  • Grænmetisréttir
  • Ostar
  • Tapas

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Rhone
  • Þrúga: Grenache (70%), Syrah (30%)
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14,5%
  • Vínið er lífrænt og vegan

Viðurkenningar

  • JebDunnuck.com: 91 point
  • Wine Advocate: 90 point