Svalt og brakandi ferskt Riesling
Þetta bráðskemmtilega Riesling frá Forge Cellars er einkennandi fyrir Finger Lakes svæðið í New York. Þrúgurnar eru handtíndar af vínekrum sem eru staðsettar suðaustan við Seneca-vatnið. Eftir nákvæma flokkun er vínið látið gerjast náttúrulega (villigerjun) í frönskum eikartunnum. Ilmurinn einkennist af grænum eplum, límónu og ber með sér steinefnalegan undirtón sem endurspeglar einstakan jarðveg svæðisins (terroir). Gott jafnvægi á milli ávaxtabragsins og sýrustigsins gefur brakandi ferskleika sem undirstrikar þurran karakter vínsins.
Framleiðandinn
Forge Cellars var stofnað af Louis Barruol frá Domaine Saint Cosme í suðurhluta Rhône og Rick Rainey frá Ameríku. Vínbúgarður þeirra er staðsettur á Finger Lakes svæðinu í New York sem er þekkt fyrir svalt loftslag (cold climate). Þar sérhæfa þau sig í að framleiða Riesling og Pinot Noir vín, enda sérlaga heppilegar þrúgur í slíku loftslagi. Forge Cellars leggur ríka áherslu á jafnvægi milli steinefna, ilms og ávaxta og að staðbundin einkenni landsvæðisins tjáist í vínum þeirra. Forge Cellars notar mjög lítið magn af súlfíti og öðrum viðbættum efnum.
Vínpörun
- Fordrykkur
- Fiskur
- Skelfiskur
- Grænmetisréttir
- Sumarréttir
Upplýsingar
- Land: USA
- Svæði: New York, Finger Lakes
- Þrúga: Riesling
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 12,0%
- Vínið er vegan
Viðurkenningar