Dry Riesling Finger Lakes New York (2020)

4.900 kr Venjulegt verð 5.500 kr
Fjöldi

Svalt og brakandi ferskt Riesling

Þetta bráðskemmtilega Riesling frá Forge Cellars er einkennandi fyrir Finger Lakes svæðið í New York. Þrúgurnar eru handtíndar af vínekrum sem eru staðsettar suðaustan við Seneca-vatnið. Eftir nákvæma flokkun er vínið látið gerjast náttúrulega (villigerjun) í frönskum eikartunnum. Ilmurinn einkennist af grænum eplum, límónu og ber með sér steinefnalegan undirtón sem endurspeglar einstakan jarðveg svæðisins (terroir). Gott jafnvægi á milli ávaxtabragsins og sýrustigsins gefur brakandi ferskleika sem undirstrikar þurran karakter vínsins. 

Framleiðandinn

Forge Cellars var stofnað af Louis Barruol frá Domaine Saint Cosme í suðurhluta Rhône og Rick Rainey frá Ameríku. Vínbúgarður þeirra er staðsettur á Finger Lakes svæðinu í New York sem er þekkt fyrir svalt loftslag (cold climate). Þar sérhæfa þau sig í að framleiða Riesling og Pinot Noir vín, enda sérlaga heppilegar þrúgur í slíku loftslagi. Forge Cellars leggur ríka áherslu á jafnvægi milli steinefna, ilms og ávaxta og að staðbundin einkenni landsvæðisins tjáist í vínum þeirra. Forge Cellars notar mjög lítið magn af súlfíti og öðrum viðbættum efnum.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Grænmetisréttir
  • Sumarréttir

Upplýsingar

  • Land: USA
  • Svæði: New York, Finger Lakes
  • Þrúga: Riesling
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 12,0%
  • Vínið er vegan

Viðurkenningar

  • Decanter: 92 point