Don Franco Primitivo Puglia (2021)

2.950 kr Venjulegt verð 3.190 kr
Fjöldi

Flauelsmjúkt Primitivo vín

Þetta heillandi rauðvín frá Puglia í Suður-Ítalíu er unnið úr hinni sívinsælu Primitivo þrúgu. Primitivo þrúgan er erfðafræðilega eins og Zinfandel frá Kaliforníu, en hún á uppruna sinn að rekja til Króatíu. Þar er þrúgan þekkt sem Tribidrag eða Crljenak Kaštelanski. Primitivo er sérlega þekkt fyrir að framleiða kraftmikil, ávaxtarík rauðvín, með miklu áfengi og ríkulegt bragð.

Þetta vín er djúprúbínrautt á litinn og býður upp og aðlaðandi vönd af þroskuðum svörtum kirsuberjum, plómum og keim af negul. Bragðið er flauelsmjúkt og í góðu jafnvægi sem skilur eftir sig mjúkt og viðvarandi ávaxtabragð, sem einkennir Primitivo vín frá sólríkum stað. 

Framleiðandinn

Corte al Passo, framleiðandi Don Franco Primitivo, er þekktur fyrir hollustu sína við að búa til vín sem endurspegla arfleifð og landsvæði Puglia. Víngerðin starfar undir leiðsögn Franco Bernabei, þekkts vínfræðings með rætur í Toskana. Riolite Vini, móðurfyrirtækið, var stofnað árið 1996 og á í samstarfi við staðbundna framleiðendur víðsvegar um Ítalíu til að búa til aðgengileg en hágæða vín sem hafa hlotið lof gagnrýnenda eins og Luca Maroni.


Vínpörun

  • Aifugl

  • Svínakjöt

  • Kálfakjöt

  • Grillmatur

  • Nautakjöt


Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Puglia

  • Þrúga: Primitivo

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 13%


Viðurkenningar

  • Luca Maroni: 96 stig.