Domaine de la Palud Châteauneuf du Pape blanc (2020)

5.865 kr Venjulegt verð 6.900 kr
Fjöldi

Fágætt hvítvín frá Rhone 

Hér er á ferðinni hvítvín frá Châteneuf du Pape, en meðal íslendinga er það eitt þekktasta svæði Rhône-dalsins. Svæðið einkennist af frábærum rauðvínum, en auk þess eru hvítvínin sérlega vönduð og skemmtileg, þótt þau telji ekki nema 2-5% af heildarframleiðslunni. Vínið er gyllt á litinn og býður upp á vönd af blómum, hvítum ávöxtum og möndlum. Vínið er ferskt og kremað með ríkulegum berjakeim og löngu og góðu eftirbragði.. 

Framleiðandinn

Domaine de la Palud er í staðsett í suðurhluta Orange í Rhône héraðinu. Marie-Laure Grangeon framleiðir úrvalsvín sem byggir á margra kynslóða kunnáttu og hefðum, en hún rekur nú Domaine de la Palud með dóttur sinni.  Domaine de la Palud hefur verið fjölskyldueign síðan 1841, en þar á undan tilheyrði víngarðurinn Provencal aðalsfjölskyldu í fimm aldir. Vínin frá Domain de la Paulud eru glæsileg dæmi um það sem Châteauneuf du Pape og Côtes du Rhône hafa uppá að bjóða.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Svínakjöt
  • Alifugl
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Châteneuf du Pape
  • Þrúga: Blanda
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 14,0%