Domaine de la Palud Châteauneuf du Pape (2019)

6.900 kr
Fjöldi

Silkimjúkt og fágað 

Vínið er einstaklega fágað og örlítið léttara en hefðbundin Châteauneuf-du-Pape vín. Mjög fallegur djúpur rúbínrauður litur og ilmurinn er flókið samspil af lárviði, timian, kirsuberjum, rauðum og dökkum ávöxtum og kryddum. Sterkt og silkimjúkt bragð, keimur af lárviði, kirsuberjum og steinefnum með mjög vel samþættuðu og mjúku tanníni. Vínið er látið gerjast í 18 mánuði í stórum eikartunnum og býður upp á góða fyllingu og langt eftirbragð.

Framleiðandinn

Domaine de la Palud er í staðsett í suðurhluta Orange í Rhône héraðinu. Marie-Laure Grangeon framleiðir úrvalsvín sem byggir á kunnáttu og hefðum margra kynslóða, en hún rekur nú Domaine de la Palud með dóttur sinni. Domaine de la Palud hefur verið fjölskyldueign síðan 1841, en þar á undan tilheyrði víngarðurinn Provencal aðalsfjölskyldu í fimm aldir. Vínin frá Domain de la Paulud eru frábær dæmi um það sem Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône hafa uppá að bjóða.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Alifugl
  • Pottréttir
  • Villibráð
  • Ostar

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Châteneuf du Pape
  • Þrúga: Blanda
  • Árgerð: 2019
  • Áfengismagn: 15,0%