Cusumano Alta Mora Etna Rosso (2020)

5.050 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Sannkallað eldfjallavín

Sannkallað eldfjallavín frá nýjum víngarði Cusumano bræðranna sem er staðsettur í hlíðum Etnu. Hið einstaka landsvæði, sem er ríkt af eldfjallasteinefnum, ásamt loftslagi svæðisins, gefur af sér vín með einstakan karakter. Allar þrúgur af 15 ára gömlum vínviðnum eru  handuppskornar af nákvæmni og tryggt er að aðeins bestu ávextirnir skili sér í flöskuna.

Alta Mora Etna Rosso er unnin úr Nerello Mascalese þrúgunni, sem er þekkt fyrir glæsileika, og sýnir dökkrauðan lit með fjólubláum brúnum. Viðkvæmt í bragði og státar af góðu jafnvægi í sýru, sem leiðir til forvitnilegrar steinefnaáferðar.Alta Mora er vín sem minnir á góðan Barolo eða Burgundy.

Framleiðandinn

Á mettíma hefur Cusumano risið upp og er nú þekktur sem einn fremsti vínframleiðandi frá SIkiley. Cusumano hefur meðal annars verið hylltur sem einn af 10 bestu vínframleiðendum Ítalíu af Wine Spectator og unnið titilinn „Stjörnuframleiðandi“ frá hinum virta Gambero Rosso leiðarvísi. Að auki hefur framleiðandinn hlotið hin eftirsóttu „Tre Bicchieri“ (þrjú glös) verðlaun 10 sinnum, sem er einstakur árangur.

Í kynslóðir hefur Cusumano fjölskyldan ræktað vín á Sikiley. Undir stjórn bræðranna Alberto og Diego Cusumano frá aldamótum 2000 hefur búið stigið upp í raðir helstu framleiðenda eyjarinnar. Búið er staðsett í Partinico, vestur af Palermo, og spannar nærri 400 hektara af vínekrum, sem staðsettar eru í besta örloftslagi Sikileyjar í 250 - 700 metrum yfir sjávarmáli. Vínin einkennast af svala og miklu jafnvægi, öfugt við hefðbundin sólkysst sikileysk vín. 

Vínpörun

  • Grillmatur
  • Lamb
  • Sveppa rísottó
  • Kjúklingur

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Sikiley
  • Þrúga: Nerello Mascalesse
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 13,5%

Viðurkenningar

  • James Suckling: 92 point