Hátíðlegt Crémant freyðivín
Þetta Crémant frá Bailly-Lapierre er sérlega hátíðlegt freyðivín sem býður upp á einstaklega mikla fyllingu. Vínið er einungis unnið úr Pinot Noir þrúgum og framleitt á sama hátt og kampavín. Bailly-Lapierre leggur áherslu á að vínið sé klassískt, þurrt og stílhreint, en sú áhersla skilar sér í bæði bragði og gæðum. Í nefi er ákafur ilmur af lime, sítrónu, grænum eplum, sandsteini og undirliggjandi keimur af rúgbrauði. Steinefnaríkur jarðvegurinn í Búrgúndi kemur greinilega fram í víninu og skilar sér í löngum og viðvarandi ilmi og eftirbragði. Við mælum með að nota þetta vín sem fordrykk eða með góðum mat á borð við alifugla eða feitum fiski.
Framleiðandinn
Bailly-Lapierre er einn besti framleiðandi á Crémant freyðivíni í Frakklandi. Framleiðslan fer fram í gamalli sandsteinsnámu í norðurhluta Bourgogne og undanfarin 50 ár hefur Bailly-Lapierre framleitt hágæða Crémant sem stenst samanburð við hefðbundin kampavín á borð við Bollinger. Slagorð Bailly er “La Vie en Bulle” - Lifðu lífinu með búbblum - enda eru loftbólurnar (búbblurnar) eitt helsta vörumerki víngerðarinnar. Þær eru taldar einstaklega mjúkar og hreinar og í sérlega góðu jafnvægi við ilm og ferskleika vínanna þeirra.
Vínpörun
- Fordrykkur
- Grillréttir
- Fiskur
- Alifugl
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Bourgogne
- Þrúga: Pinot Noir
- Árgerð: Blandað
- Áfengismagn: 12,0%
Viðurkenningar
- Wine Enthusiast: 91 point