Kryddað og gott Cote de Rhône
Côtes du Rhône rauðvín eru þekkt fyrir að vera auðdrekkanileg en oft kraftmikil, krydduð og með löngu eftirbragði. Eiginleikar sem njóta mikilla vinsælda á norðurlöndum. Þetta vín frá Domain Martin er engin undantekning, enda unnið úr blöndu af Grenache og Syrah sem gefur djúpan rúbínrauðan lit og ríkan ilm af dökkum þroskuðum ávöxtum á borð við plómur og svört kirsuber, með keim af kryddi og dökku súkkulaði. Bragðið einkennist af þroskuðum rauðum berjum, en á sama tíma pipar og leðri, sem skapar flókna og lagskipta bragðupplifun. Bragðið er þétt og flauelsmjúkt með frábærri fyllingu og löngu eftirbragði.
Framleiðandinn
Domaine Martin er lítil og virðuleg víngerð sem er staðsett á milli Cairanne og Gigondas í Rhône-dalnum í Frakklandi. Víngerðin er rekin af bræðrunum Eric og David Martin og hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan 1905. Búgarðurinn hefur umsjón með um 67 hektara vínekrum og státar sig af arfleifð gæða og nýsköpunar.
Domaine Martin er með sjálfbærnivottun skv. stjórn franska landbúnaðarráðuneytisins og öll vín eru framleidd með náttúrulegri gerjun (villigerjun) og eru sett ósíuð á flösku.
Vínpörun
-
Grillmatur
-
Alifugl
-
Svínakjöt
-
Kálfakjöt
-
Pastaréttir
Upplýsingar