Corimbo Ribera del Duero (2018)

5.990 kr
fjöldi

Spennandi stílhreinn Spánverji

Glæsilegt og stílhreint rauðvín sem er unnið úr Tempranillo þrúgum sem eru handtíndar af 20 ára gömlum vínvið frá Ribera del Duero héraðinu á Spáni. Ilmurinn er ákafur og einkennist af rauðum berjum með keim af kókoshnetu, vanillu og mokka. Bragðið er mjúkt, holdugt og ríkt af fullkomlega þroskuðum ávöxtum. Eftirbragðið er langt, hlýtt og silkimjúkt. 

Framleiðandinn

Bodegas La Horra er staðsett í Ribera del Duero héraðinu á Spáni. Víngerðin er þekkt fyrir að framleiða hágæða rauðvín, fyrst og fremst með því að nota Tempranillo þrúgur. Bodegas La Horra tengist hinum virta spænska framleiðenda, Bodegas Roda sem hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir framúrskarandi vín og fyrir að vera virkur þátttakandi í þeirri byltingu sem hefur átt sér stað í Rioja héraðinu á Spáni undanfarin 30 ár. Bodegas Roda framleiðir vín í Rioja með áherslu á sjálfbærni og gæði frekar en magn og hefur meðal annars hlotið 98 stig frá Wine Enthusiast. Bodegas Roda stofnaði La Horra árið 2009 sem Ribera del Duero verkefni þeirra. Vínin sem Bodegas La Horra framleiðir einkennast af einbeitingu, dýpt og strúktúr. 

Vínpörun

  • Alifugl
  • Lambakjöt
  • Grillmatur
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt

Upplýsingar

  • Land: Spánn
  • Svæði: Ribera del Duero
  • Þrúga: Temprenillo
  • Árgerð: 2018
  • Áfengismagn: 14%

Viðurkenningar

  • Robert Parker: 94 point