Closerie de Vaudieu Châteauneuf-du-Pape Blanc (2020)

4.930 kr Venjulegt verð 5.800 kr
Fjöldi

Ferskt hvítvín með mikilli fyllingu

Hér er á ferðinni hvítvín frá Châteneuf du Pape, en meðal íslendinga er það eitt þekktasta svæði Rhône-dalsins. Svæðið einkennist af frábærum rauðvínum, en auk þess eru hvítvínin sérlega vönduð og skemmtileg. Þrúgurnar vaxa á ungum vínviðum í norðausturhluta svæðisins og eru handtíndar snemma morguns. Vínið býður upp á vönd af hvítum blómum, kryddi, brioche og sítrus. Bragðið er ljúft og fágað og í góðu jafnvægi við ferskleikann.

Framleiðandinn

Brêchet fjölskyldan hefur ræktað vín í Rhône-dalnum í fimm kynslóðir og árið 1955 keyptu þau Vaudieu kastalann (byggður árið 1767) sem er einn af þremur þekktustu kastölum í Châteauneuf du pape. Kastalinn er einstaklega vel staðsettur á svæðinu og vínbúgarðurinn nær yfir 70 hektara sem umkringja kastalann.

Vínpörun

  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Alifugl

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Châteneuf du Pape
  • Þrúga: Blanda
  • Árgerð: 2020
  • Áfengismagn: 13,5%