Chianti Classico (2015)

5.750 kr
Fjöldi

Tignarlegt og klassískt

Kraftmikið vín frá einum af bestu framleiðendum í Toscana. Chianti Classico er unnið úr Sangiovese-þrúgunni sem gefur kraftmikinn keim af dökkum berjum. Vínið hefur gerjast í 12 mánuði í frönskum eikartunnum. Það einkennist af fallegum dökkum lit og ilmar tignarlega af berjum. Þar má greina brómber, sólber og kirsuber. Þetta Chianto Classico vín hefur ferska sýru og tiltölulega gróft tannín sem hentar vel með bragðmiklum kjötréttum og hátíðarmat.


Framleiðandinn

Castello dei Rampolla var stofnað af Alceo di Napoli árið 1972. Alceo var frumkvöðull og einn af helstu hugsjónarmönnum í Toskana. Castello deo Rampolla er vínkastali sem framleiðir hágæða Chianti, Sammarco og Vigna d'Alceo, sem eru meðal frægustu vína Ítalíu. Vínin frá Castello dei Rampolla hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda og í dag er öll víngerðin bíódýnamísk. Hugmyndafræðin er að skapa bestu aðstæður fyrir þrúgurnar og leyfa náttúrunni að sjá um restina.

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Kálfakjöt
  • Alifugl
  • Pottréttir
  • Pizza

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toskana
  • Þrúga: Sangiovese, Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah
  • Árgerð: 2015
  • Áfengismagn: 14,5%