Klassískt Bordeaux rauðvín
Hér er á ferðinni klassískt en framúrskarandi Bordeaux rauðvín frá litlum framleiðanda. "Château Pontac Gadet" er unnið úr Cabarnet Sauvignon og Merlot og býður upp á klassískt Médoc bragð af kirsuberjum, sólberjum, mokka og eik með vel samþættum tannínum. Eftirbragðið er langt og glæsilegt. Vínið er látið þroskast á eikartunnum í 12-14 mánuði. "Château Pontac Gadet" hentar sérlega vel með t.d. rauðu kjöti, önd og kalkún.
Framleiðandinn
Vínekrur framleiðandans “Vignobles Briolais” eru staðsettar sitt hvoru megin við hina sögufrægu Gironde-á í Bordeaux. Vinstra megin er „Château Pontac Gadet“, í hinu virta Médoc svæði og hægra megin „Château Haut-Mousseau“, í „Côtes de Bourg“ svæðinu. Í Bordeaux miða áttirnar vinstri og hægri við að horft sé til sjávar. Vínræktin er fjölskyldurekin og frú Aurore sem er í forsvari fyrir "Vignobles Briolais" leggur mikin metnað í að framleiða hágæða vín, án þess að hafa umfangsmikla starfsemi og margt starfsfólk. Hún er harðdugleg og sést oft lyfta stórum eikartunnum eða flakka á milli vínekranna tveggja sitthvoru megin við Gironde ána.
Vínpörun
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Grillréttir
- Alifugl
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Bordeaux
- Þrúga: Cabarnet Sauvignon (65%), Merlot (35%)
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 13%