Kraftmikið og klassískt Bordeaux vín
Þetta rauðvín frá Château Lamothe-Cissac endurspeglar einstakt jafnvægi milli krafts og glæsileika. Vínið er unnið úr blöndu af Cabarnet Sauvignon og Merlot sem er hefðbundið fyrir Bordeaux í Frakklandi og það er látið þroskast á 25% nýjum eikartunnum í 15 mánuði. Vöndurinn er margbreytilegur með keim af dökkum berjum, kryddi og eik. Vínið hefur öðlast viðurkenningu fyrir góða uppbyggingu og langvarandi áferð sem býður upp á tælandi bragðupplifun.
Framleiðandinn
Château Lamothe-Cissac er staðsett í hinu virta Haut-Médoc svæði í Bordeaux héraðinu í Frakklandi. Víngerðin sker sig úr fyrir ríka sögu og tryggð við að framleiða hágæða vín þar sem lögð er rík áhersla á að hinn einstaki jarðvegur svæðisins (terroir) endurspeglist í vínunum. Vínin frá Château Lamothe-Cissac eru þekkt fyrir glæsileika og dýpt og þau er sérlega aðlaðandi valkostur fyrir vínáhugamenn sem vilja ekta Bordeaux vín-upplifun.
Vínpörun
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Pottréttir
- VIllibráð
- Kálfakjöt
Upplýsingar
- Land: Frakkland
- Svæði: Bordeaux
- Þrúga: Cabarnet Sauvignon (73%), Merlot (20%), aðrar þrúgur 7%
- Árgerð: 2020
- Áfengismagn: 14,5%
Viðurkenningar