Château La Papeterie Montagne Saint Emilion (2014)

2.520 kr Venjulegt verð 3.150 kr
Fjöldi

Fágaður Frakki
Montagne Saint-Émilion er hefðbundin Bourdeaux blanda af Merlot og Cabernet Franc enda er Château La Papeterie staðsett hægra megin við hina sögufrægu Gironde á í Bordeaux. Í Bordeaux miða áttirnar vinstri og hægri við að horft sé meðfram ánni til sjávar. Vínið hefur verið látið þroskast í 18 mánuði á litlum frönskum eikartunnum (þar af 30% nýjum) og er djúp rúbínrautt á litinn. Ilmurinn er ríkulegur og einkennist af þroskuðum dökkum ávöxtum eins og plómum og brómberjum, með fíngerðum keim af espresso og reyk. Bragðið er ávaxtaríkt og eftirbragðið er langt með mjúkum tannínum, grafít og ristuðum vanillubaunum.

Framleiðandinn
Château La Papeterie hefur verið í eigu Estager-fjölskyldunnar síðan 1934. Fjölskyldan hefur verið viðloðandi vínrækt í Bordeaux síðan 1906 og hefur á fjórum kynslóðum þróað bæði vínframleiðsluna og fyrirtæki sitt. Claude Estager og sonur hans Charles stýra nú fyrirtækinu og rækta vínekrur í þremur helstu Bordeaux svæðunum: Pomerol, Lalande-de-Pomerol og Montagne-Saint-Émilion. Château La Papeterie er staðsett við ána Barbann og víngerðin leggur áherslu á sjálfbæra ræktun og framleiðslu.

Vínpörun

  • Alifugl

  • Svínakjöt

  • Villibráð

  • Pottréttir

  • Kálfakjöt

Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Bordeaux

  • Þrúga: Merlot (70%), Cabarnet Franc (30%)

  • Árgerð: 2014

  • Áfengismagn: 13,5%